Þess vegna eingöngu hér...

föstudagur, október 15, 2004

Hér er ég aftur komin...

Er þetta ekki sjúkt?
Ætli ég þykist ekki hafa meiri tíma. Ef ekki þá stel ég mínútu eða tveimur frá aðgerðaleysi mínu. allt þetta er Gísling mínum að kenna þar sem hann er ekki meiri fyrirhöfn en svo að ég hef alveg nægan tíma.
Ég vil heiðra einn Hans með því að linka fyrst á hann í fyrstu færslu minni. Hans þessi heitir Friðbjörn Orri Ketilsson og er, að því er mér virðist, dæmigerður drengur á uppleið sem sér sér fært að sleikja rassinn á mönnum eins og Hannesi Hólmsteini Gissurasyni í frístundum. Nema þetta sé eitthvað grín og ég er ekki að fatta. Finnst einkar sorglegt að sjá ungt fólk trúa á svona stefnur. Eins gott að honum fatist ekki flugið einn daginn og geti ekki borgað skólann og heilbrigðisþjónustuna fyrir börnin sín.
Best fannst mér samt að sjá að ég ætti að skammast mín fyrir að vera að þiggja peninga á meðan ég er í fæðingarorlofi. Mér líður bara illa, best að hringja á morgun í Tryggingastofnun og afþakka orlofið og lifa á loftinu. Bara svo Dabbi kóngur og Frobbi félagi minn geti dundað sér saman í einhverjum gæluverkefnum, eins og t.d. að gera sjálfa sig ríkari og fátæka fátækari. Kallið mig skrýtna en ég hef hvergi séð Pampers gefins.
Svo vil ég benda ykkur á að skoða myndasafnið. Annað eins safn af montprikírassmyndum hef ég aldrei séð. "Hér er ég með Hakuna Ma Ta Ta, frkv.stj. Analírass...."
Nú líður mér betur. Smá ómálefnalegt skítkast kemur mér alltaf í stuð. Grey strákurinn.

Kannski heyrið þið meira frá mér... seinna

Hrafndís, ekkert nema pampers og pæjuföt fyrir aurinn sagði maurinn...

3 Comments:

At 15. október 2004 kl. 15:10, Blogger Katana said...

Hæ!
búin að blogga :)
sá það bara fyrir rosalega tilviljun, ætlaði aldrei að fara á þennan link aftur, eftir að þú drapst bloggið þar áður fyrr

:)
gaman að heyra aftur í þér

Kata Maja

 
At 15. október 2004 kl. 15:57, Blogger Geómetríz - Anna Berglind said...

hvað varð um allt annað sem þú hefur skrifað samt?

gleðilegt samt að konan sé byrjað að blóka aftur :)

 
At 15. október 2004 kl. 17:47, Anonymous Nafnlaus said...

Það var mikið að farið var að blogga knúsaðu nú höfðingjan það sakna hans allir.

 

Skrifa ummæli

<< Home