Þess vegna eingöngu hér...

föstudagur, október 29, 2004

Getur verið...?

Að ég sé einfaldlega ekki nógu áhugaverður einstaklingur til að halda úti svona dagbókarsíðu?
Ég hef velkst um í vafa undanfarna daga og liðið illa útaf þeirri staðreynd að ég hef ekkert til að "blogga" um. Það sprettur af mér kaldur sviti á kvöldin þegar ég er komin undir sæng og hugsa sem svo: "á morgun VERÐ ég að blogga".

En um hvað??? Jú, sonur minn er oftar en ekki ágætisumræðuefni. Hann kúkar í baðið og slefar út fínu stásspúðana og annan húsbúnað sem Ingunn frænka hans er hvað stoltust af. EN það er ekki janfáhugavert fyrir landann eins og fyrir stolta móðurina.
Ég gæti jú farið út í heimspekilegar umræður á borð við pólitík og barnauppeldi og farið stórum orðum um það sem ég í raun hef enga þekkingu á en veit að þykir flott að vita.
En ég hugsa að ég myndi fljótlega koma upp um sjálfa mig og eigin fáfræði. Því það er víst nú einu sinni þannig að það er ekki það sem þú ekki veist sem gerir þig heimskan heldur það sem þú þykist vita en veist ekki. Náðir þú þessu?
Að síðustu dettur mér í hug að ég get sjálfsagt bloggað um daginn og veginn. Þið vitið; "Í gær vaknaði ég, borðaðið kornfleks og fór síðan í sturtu. Notaði örlítið head and shoulders og dove hárnæringu. Fór síðan í Kringluna..." Þið skiljið, svona það sem maður kallar auglýsingablók. En ég hugsa að líklegast er heimurinn fullur af slíku og ég er ekki rétti aðilinn í næsta eintak. Ertu enn með á nótunum?

Ef svo er þá er þetta sjálfsagt augljóst. Ég verð að standa í því nótt sem nýtan dag að hugsa upp á einhverju afar snjöllu og hnyttnu að segja svo ég standi ekki á gati þegar kemur að vikulegu blóki. Kaldur sviti og almenn örvænting er það sem koma skal alla daga lífs míns þar til ég uppgötva aftur að það sé best að sleppa þessu.

En þangað til þá,

Hrafndís, sjálfsagt haldin örlítilli sjálfspíningarhvöt.


3 Comments:

At 29. október 2004 kl. 22:20, Anonymous Nafnlaus said...

Hrafndís, það getur ekki verið að þú sért ekki nógu áhugaverður einstaklingur til að blogga. Ég les bloggið þitt and I love it! nógu ruglað til að vekja bros og samt svo grafalvarlegt að maður verður að hugsa. Ég amk ætla að halda áfram að lesa : ) -Geiri

 
At 30. október 2004 kl. 17:08, Blogger Katana said...

Ég les bloggið þitt, og ég er alveg til í að fá að vita hvað Gísli litli gerir ;)

Katana

 
At 30. október 2004 kl. 20:40, Blogger Kvenndjöfull... said...

Humm... hver er Geiri?

 

Skrifa ummæli

<< Home