Þess vegna eingöngu hér...

laugardagur, október 30, 2004

Geiri!

Geiri, las konan í kommenti síðustu færslu. Eitt andartak fylltist hún spennu og æsingi. Hver er Geiri?
Kannski ákaflega hugumstór aðdáandi sem fyllir loftið angan og ilmi (já já stolið frá R. Inga frænda mínum) og er allt það sem prýðir draumaprinsinn.
En á annað borð gæti þetta verið Geiri Palli frændi minn. Ekki það að hann sé ekki alger bomba en... æ, bara ekki það sama. Ég er alls ekki að hallmæla honum þegar ég vilo meina að þetta sé ekki hann, stafsetningin er nefnilega til fyrirmyndar.
Ekki löngu seinna er gleðin og spennan horfin þar sem hún sér fyrir sér lítinn bólugrafinn og hokinn einstakling sem 15 tíma sólarhrings helgar sig lífi veraldarvefsins og leitar uppi andlausar ungar stúlkur sem bera það með sér í skrifum sínum að þær séu ákaflega einmanna. Ekki hún samt, bara... hinar þið vitið.
Að lokum herðir hún sig upp og manar sjálfa sig í að skrifa nýjan pistil...

Hrafndís, ekkert forvitin, bara andlaus...

2 Comments:

At 31. október 2004 kl. 22:51, Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 1. nóvember 2004 kl. 12:14, Blogger Kvenndjöfull... said...

Það er eins gott að þetta hafi ekki nokkur maður séð. Sem betur fer þá var ég snögg að laga þetta og afmá öll verksumerki.

 

Skrifa ummæli

<< Home